Útgerð skal greiða kostnað vegna tilkynninga um umframafla

1. júní 2005 tóku gildi breytingar á lögum nr. 57-19-6, um umgengni um nytjastofna sjávar, sem m.a. fela í sér að útgerð skuli bera kostnað af sendingu símskeyta vegna umframafla. Fiskistofu er nú heimilt að fallast á að tilkynningar fari fram með öðrum sannanlegum hætti en símskeytum, enda hafi útgerð lagt fram tillögur um slíka framkvæmd sem Fiskistofa metur fullnægjandi.

Í lögunum er jafnframt áréttað að óheimilt sé að stunda veiðar eftir að símskeyti hefur borist móttakanda nema að fenginni staðfestingu Fiskistofu.

Heimild: Fiskistofa.