Aðalfundur LS – Arthur Bogason endurkjörinn formaður

Aðalfundi LS lauk nú rétt áðan. Eitt af síðustu verkum fundarins var að kjósa sér formann og stjórn.
Arthur Bogason var kosinn formaður og með honum í stjórn eru:
Guðmundur Elíasson Akranesi
Guðmundur Lúðvíksson Akureyri
Gunnar Ari Harðarson Grindavík
Gunnar Hjaltason Reyðarfirði
Gunnar Pálmason Garðabæ
Hilmar Zophaniasson Siglufirði
Hjörleifur Guðmundsson Patreksfirði
Jóel Andersen Vestmannaeyjum
Kristján Andri Guðjónsson Ísafirði
Már Ólafsson Hólmavík
Pétur Sigurðsson Árskógssandi
Símon Sturluson Stykkishólmi
Unnsteinn Guðmundsson Hornafirði
Þorvaldur Garðarsson Þorlákshöfn
Þorvaldur Gunnlaugsson Kópavogi

Tvær breytingar urðu á stjórn, Kristján Andri Guðjónsson kemur í stað Ketils Elíassonar Bolungarvík og Guðmundur Elíasson kemur í stað Skarphéðins Árnasonar sem setið hefur í stjórn Landssambands smábátaeigenda frá upphafi.
Myndir sýna formann LS þakka Katli og Skarphéðni.Ketill_6-25-100.jpgSkarphedinn_5-25-100.jpg