Frá Færeyjum berast þær fréttir að þessa dagana séu aflabrögð með daprasta móti. Nánast ekkert fæst á línuna ekki einu sinni ýsa, að sögn Auðuns Konráðssonar formanns Meginfélags Útróðramanna sem jafnframt er formaður Samtaka strandveiðimanna við N-Atlantshaf. Við kippum okkur þó ekkert upp við þetta þar sem ekki er svo langt síðan sama ástand varði í nokkur ár svo við erum öllu vanir. Í dag er aftur á móti betra ástand til sjávarins en þá var svo við gerum ráð fyrir að þetta ástand vari nú ekki nema í nokkrar vikur eða meðan fiskurinn er að ná sér eftir hrygninguna. Þetta er mikill viðsnúningur frá sl. árum þar sem ekkert rof hefur verið á góðum aflabrögðum fyrr en nú.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is