Frá Árskógssandi voru gerðar út 3 bátar á grásleppu þetta árið og er það fækkun um 1 bát. Veiðarnar hófust á tilsettum tíma 30. mars. Vertíðin var með stysta móti sökum þess hversu lítið veiddist og þá var áhugi takmarkaður þar sem lágt verð var í boði fyrir hrognin. Að sögn Péturs Sigurðssonar formanns Kletts sem gerir út bátana í félagi við aðra er grásleppuvertíðinni lokið, allir bátarnir búnir að draga upp. Vertíðin náði því ekki einum mánuði, en vanalegt er að hún standi í rúma 2 mánuði. Pétur sagði vertíðina þó verða eftirminnilega fyrir fleiri sakir þar sem óvenjulegur gestur hefði komið í grásleppunet hjá einum bátanna. Það var um miðjan mánuðinn þegar skipverjar á Særúnu EA voru að draga grásleppunetinum að í einu þeirra var stærðarinnar hrefna. Áhöfnin á Særúnu gat komið böndum á ferlíkið og dróg það í land. Þegar þangað var komið gáfu sig fram vanir skurðarmenn og handfjötluðu skepnuna eftir kúnstarinnar reglum þannig að sem mest kjöt nýttist.
Myndin sýnir áhöfnina á Særúnu, f.v. Konráð Sigurðsson, Sigurður T. Konráðsson, Sigurður Ó. Konráðsson og Kristján Freyr Pétursson með fenginn fyrir framan sig.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is