BRIMFAXI félagsblað LS er kominn út. Blaðið er þykkt af athyglisverðu efni. Meðal þess er leiðarinn sem Arthur Bogason ritar. Örn Pálsson fjallar um tilfærslu veiðiheimilda í krókaaflamarkskerfinu þegar ár er liðið frá því að sóknardagabátar sameinuðust kerfinu. Viðtöl eru við trillukarla á Húsavík, Tálknafirði, Hrísey og Djúpavogi. Grein eftir Jóhannes Sigurjónsson um Húsavík. Vangaveltur Hermanns Arnars Sigurðssonar á landstíminu. Sigurður Gunnarsson fyrrverandi stjórnarmaður í LS skrifar hugleiðingu. Umfjöllun um ávarp sjávarútvegsráðherra sem hann flutti á sjómannadaginn 5. júní sl. Auk þessa annar fróðleikur sem vert er að kynna sér.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is