Einkavæðing skipaskoðunar framkallaði nýtt eftirlit

Á aðalfundi LS var rætt um þær breytingar sem orðið hafa með færslu skipaskoðunar frá Siglingastofnun til einkarekinna skoðunarstofa. Þeir sem tjáðu sig um málið voru á því að kostnaður hefði ekki lækkað við breytinguna og þá hefði breytingin einnig leitt af sér nýtt eftirlit, eftirlit með eftirlitinu.
Ályktun aðalfundar um þetta málefni er eftirfarandi:

„Aðalfundur LS lýsir óánægju sinni með, að með tilkomu óháðu skoðunarstofanna er komið nýtt eftirlit með eftirlitinu þar sem starfsmenn Siglingastofnunar eftirlíta skoðunarskýrslur starfsmanna skipaskoðunarstofanna og koma með athugasemdir við þeirra vinnubrögð. Einnig hefur allur tilkostnaður margfaldast við þetta breytta fyrirkomulag öfugt við markmið stjórnvalda að gera skipaskoðunina ódýrari.“

Myndin er frá aðalfundi LSAdalf_2512-100-6_1.jpg