Elding leggur til að dregið verði úr loðnuveiðum til að efla þorskstofninn

Að undanförnu hefur mikil umræða farið fram um fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar af togararallinu. Stjórn smábátafélagsins Eldingar kom saman til fundar sl. sunnudag og samþykkti eftirfarandi ályktun:

„Stjórn smábátafélagsins Eldingar telur að fiskifræði Hafrannsóknastofnunar sé
gengin sér til húðar, aðalmál stofnunarinnar virðist vera orðið að verja reikniformúlur,
sem gefið hafa hörmulegan árangur í Kanada og virðast ekki bera góðan árangur
hér á landi.
Því hvetur stjórn Eldingar til aukinna þorskveiða og styður í því sambandi
grisjunarkenningar vatnalíffræðinga. Stjórn Eldingar telur hættulegt að of lítið sé
veitt og hefur þungar áhyggjur af að setja of mikið af þorski á, þegar fæðuskortur er.
Mikil línuveiði síðustu ára bendir til lítils fæðuframboðs á Íslandsmiðum.
Stjórn Eldingar leggur því til að dregið verði úr loðnuveiðum til að efla þorskstofninn
og bæta holdafar hans.
Stjórn Eldingar skorar að lokum á alla að kynna sér kenningar þær sem
Jónas Bjarnason talar fyrir.“

Formaður Eldingar er Hálfdán Kristjánsson Flateyri