Færeyingar gera breytingar sóknardagakerfinu

Í skugga minnkandi aflabragða við Færeyjar takast menn þar á um sóknardagakerfið. Ekki á þann hátt að leggja það af, heldur hvernig megi betrumbæta það.
Til þessa hefur það verið líkt og sóknardagakerfi smábáta var upphaflega. Hver byrjaður dagur í veiðiferð taldist heill dagur. Nú hefur verið ákveðið að gera þær breytingar að í stað þess að telja sóknareiningar í dögum verði þær mældar í klukkustundum. Það er sömu breytingar og gerðar voru hér.Audunn_3.jpg
Við ákvörðun um breytinguna er tekist á um hversu mikið eigi að fækka sóknareiningum, það er hvað sóknargeta eykst með tilkomu klukkustundakerfisins. Að sögn Auðuns Konráðssonar formanns Meginfelag Útróðrarmanna er líkleg lending sú að 7% fækkun sóknareininga jafngildi sömu sókn þegar talið er í klukkustundum og í sóknardagakerfi.