Í grein er formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, Guðjón Hjörleifsson, ritaði í Morgunblaðið 28. október sl. víkur hann í lokaorðum að vangaveltum um sameiningu veiðikerfanna tveggja. Þar segir Guðjón: „Ég hef oft verið spurður að því sem formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, hvort lokun á sóknardagakerfinu þýði ekki að þetta sé fyrsta skrefið í að sameina aflamarkskerfið og krókaaflamarkskerfið í eitt kerfi. Svarið við þessu er Nei, ekki meðan ég er í þessari stöðu og ég veit að bæði núverandi og fráfarandi sjávarútvegsráðherra hafa hafnað þessu. Það er styrkleiki fyrir stóra útgerðaraðila að hafa smábátana og einyrkjana við hliðina á sér í þessu kerfi.“
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is