Forystumenn Kletts – Pétur Sigurðsson formaður og Þröstur Jóhannsson gjaldkeri – funduðu með sjávarútvegsráðherra og sjávarútvegsnefnd Alþingis sl. fimmtudag. Fundarefnið var undanþága sem sjávarútvegsráðuneytið gaf Brim hf til dragnótaveiða á Eyjafirði.
Áður hefur Klettur mótmælt ákvörðun ráðuneytisins og hafa verið birtar hér 2 fréttir um það efni
http://www.smabatar.is/frettir/18-02-2005/460.shtml
http://www.smabatar.is/frettir/28-02-2005/468.shtml
Að sögn Péturs og Þrastar tókust fundirnir afar vel og sýndu aðilar mikinn skilning á erindi þeirra.
Nú er ljóst að umræðan mun halda áfram þar sem fram er komin fyrirspurn á Alþingi frá Dagnýju Jónsdóttur til sjávarútvegsráðherra um dragnótaveiðar í Eyjafirði. Dagný spyr: „Hvaða rökstuðningur liggur að baki ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að leyfa dragnótaveiðar á Eyjafirði?“