Grásleppa – markaðsaðstæður og ástand stofnsins ráði veiðitíma

Á aðalfundum Landssambands smábátaeigenda er það venja að sérstök nefnd taki fyrir ályktanir svæðisfélaganna um grásleppumál. Gísli Ólafsson Grundarfirði og Reimar Vilmundarson Bolungarvík stýrðu starfi nefndarinnar að þessu sinni.Gisli_2563-100-4.jpgMyndin er af Gísla Ólafssyni.
Aðalfundur samþykkti eftirfarandi um grásleppumál:

Veiðitími

Veiðum verði áfram stýrt með dögum. Við ákvörðun um dagafjölda verði tekið tillit til ástands veiðistofns og horfur í markaðsmálum. Upphaf veiðitíma verði 1. mars og lok 15. ágúst. Hverjum bát sem leyfi hefur til grásleppuveiða verður úthlutað ákveðinn fjöldi daga sem nýtast skulu samfellt innan veiðitímabilsins.

Markaðsmál

Aðalfundur LS lýsir yfir mikilum vonbrigðum með verðlagsmál á grásleppuhrognum í lok síðasta veiðitímabils. Fundurinn telur brýnt að leita allra leiða til að finna nýja markaði fyrir afurðirnar, meðal annars með því að Cavka verkefninu verði framhaldið.

Viðræður við aðrar þjóðir

Aðalfundur LS felur forystu LS að halda áfram að leita leiða til að tryggja hlutdeild grásleppuveiðimanna á Íslandi í heildarafla með samningum við aðrar veiðiþjóðir.

Skarkoli og skötuselur teljist ekki til kvóta

Aðalfundur LS leggur til að grásleppubátum verði leyft að landa skarkola og skötusel utan kvóta sem meðafla.