Grásleppan full af ljósátu

Í samtali við Viggó Jón Einarsson á Hofsósi kom fram að afskaplega rólegt væri yfir grásleppuveiðinni það sem af væri vertíð. Hann sagðist svartsýnn á að vertíðin mundi skila einhverju af ráði. Grásleppan væri komin upp í fjöru, allt væri miklu fyrr á ferðinni. Nú ef ekki skilaði sér önnur ganga væri stutt í að vertíðinni lyki.
Að sögn Viggós hefur verið óhemju fiskgengd á slóðinni og mikil loðna. Grásleppan væri full af ljósátu og svo mikið af henni að hún hefði rekið á fjörur við Sauðárkrók.