Grásleppunefnd LS leggur til að vertíðin verði stytt um þriðjung

Á fundi grásleppunefndar LS fyrr í dag var ákveðið að mælast til þess við sjávarútvegsráðuneytið að veiðitími á komandi grásleppuvertíð verði 60 dagar í stað 90 sem verið hefur undanfarin ár. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir að vertíðin byrji 10 dögum síðar en var á sl. ári og ljúki 20 dögum fyrr.
Með tillögunni er verið að bregðast við of miklu framboði grásleppuhrogna frá vertíðinni í fyrra. Þess er vænst að samþykktin auki lýkur á að sá stöðugleiki sem verið hefur á grásleppuhrognamarkaðinum á sl. árum haldist.
Einnig er samþykkt nefndarinnar í beinu framhaldi af samþykkt grásleppuveiðiþjóða frá 3. febrúar sl. að draga úr veiði.