LS hefur tekið saman tölur um grásleppuveiðina á Norður- og N-Austurlandi til og með Vopnafirði. Á öllum veiðistöðum svæðisins er veiði minni en í fyrra. Hjá grásleppukörlum á Skaga er veiðin aðeins þriðjungur af því sem var í fyrra og á Vopnafirði er hún innan við 50% af því sem komið var á land á sama tíma á vertíðinni 2004. Þá var búið að salta í 828 tunnur en í ár aðeins 386. Sömu sögu er að segja af Ströndum, Dalvík og Ólafsfirði.
Mest hafði verið veitt á Bakkafirði, en þar var í gær búið að salta í 520 tunnur en talan komin yfir 800 á sama tíma í fyrra.
Á Raufarhöfn, Þórshöfn og Kópaskeri hefur veiðin verið þokkaleg, en þó fimmtungi minni en 2004.
Á svæðinu öllu er nú búið að salta grásleppuhrogn í 7-1-3 tunnur en í fyrra voru þær orðnar 8-4-5. Verði minnkun veiðanna á öðrum svæðum svipuð má gera ráð fyrir að heildarveiðin verði milli 6 og 0-0-7 tunnur á móti 0-8-11 tunnum í fyrra.
Tekjutap grásleppuveiðimanna er því gríðarlegt milli ára því ofan á slaka veiði bætist við að verð nú er fjórðungi lægra en meðalverð síðustu vertíðar.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is