Í dag lauk grásleppuveiðum á utanverðum Breiðafirði og Faxaflóa. Nk. mánudag, 13. júní, lýkur veiðum við Reykjanes og á Vestfjörðum hjá þeim sem völdu að hefja veiðar 15. apríl. Frá þeim tíma verður einungis heimilt að stunda veiðar á innanverðum Breiðafirði og við Vestfirði hjá þeim sem hófu veiðar 20. maí eða síðar. Grásleppuvertíðinni lýkur með veiðum þeirra 18. júlí, eða 20 dögum fyrr en venja er.
Almennt hefur veiði verið slök á þessum svæðum. Þá var sókn mun minni en í fyrra sem helgast af því hversu lágt verð var í boði.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is