Grásleppukarlar luku vertíðinni í ár 18. júlí sl. Veiði og afrakstur af vertíðinni var nokkru lakari en í fyrra. Alls skilaði vertíðin nú 4-6-7 tunnum á móti 2-8-11 tunnum í fyrra.
Helstu ástæður fyrir minni veiði var að ákveðið var að stytta veiðitíma um þriðjung vegna fyrirsjáanlegra söluerfiðleika og lækkandi verðs, einnig voru færri bátar á veiðum nú en í fyrra.
Fulltrúar veiðimanna þeirra þjóða sem veiða grásleppu gerðu með sér samkomulag áður en vertíð hófst sem miðaði að því að minnka heildarveiði um þriðjung. Samkvæmt því var gert ráð fyrir að 0-0-8 tunnur kæmu í hlut okkar, jafnmikið til Nýfundnalendinga og Grænlendinga og 0-0-4 tunnur til Norðmanna. Stefnt var því að heildarveiðin yrði um 28 þúsund tunnur.
Það er ánægjuefni að grásleppukarlar hér og í Noregi hafa náð að standa við sinn hluta samkomulagsins, en að sama skapi miður að það hefur ekki tekist jafn vel upp hjá Nýfundanlendingum og Grænlendingum. Tölur um heildarveiði þessara þjóða hafa ekki verið staðfestar, en áætlun rétt fyrir vertíðarlok gerði ráð fyrir 0-5-9 tunnum á Nýfundnalandi og 0-0-10 tunnum á Grænlandi.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is