Það voru grásleppubátar við Reykjanes sem hófu vertíðina. Í dag var fyrsti dagurinn sem mátti leggja á svæði sunnan línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita, fyrir Suðurlandi og austur að Hvítingum. Á svæðinu eru veiðar þó eingöngu stundaðar frá Sandgerði og Grindavík.
Vegna mikilla veiða í fyrra var gripið til þess ráðs að stytta vertíðina nú um þriðjung. Einungis verður heimilt að stunda veiðar í 60 daga í stað 90 í fyrra. Óhætt er að fullyrða að aldrei í sögunni hefur grásleppuveiðimönnum verið skammtaður svo knappur tími til veiðanna. Það er aftur á móti skoðun veiðimanna að nauðsynlegt sé að draga úr veiðinni nú svo jafnvægi haldist á milli framboðs og eftirspurnar á grásleppuhrognum.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is