Bakkafjörður og Vopnafjörður eru þeir staðir sem mestu var landað af grásleppu á nýliðinni vertíð. Alls voru söltuð hrogn í 718 tunnur á hvorum stað. Þriðji hæsti löndunarstaðurinn var Stykkishólmur með 708 tunnur. Í fjórða sæti voru Strandirnar (Hólmavík og Drangsnes) með 639 tunnur og í því fimmta Raufarhöfn en þar voru grásleppuhrogn verkuð í 618 tunnur. Í sjötta sæti kom Húsavík með 469 tunnur. Alls var því veiðin á þessum sex stöðum 0-8-3 tunnur eða rétt rúmur helmingur af heildarveiðinni.
Stykkishólmur var eini staðurinn sem bætti við sig frá því í fyrra, en á hinum fimm var veiðin alls staðar minni. Mestur var samdrátturinn á Ströndum 40%.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is