Á mánudaginn var 18. júlí lauk grásleppuvertíðinni. Það voru grásleppuveiðimenn í innanverðum Breiðafirði sem dróu síðastir upp, en þeir hófu vertíðina ekki fyrr en 20. maí.
Að sögn Björgvins Guðmundssonar í Stykkishólmi var veiði þar nokkuð góð og skilaði vertíðin nú meiru magni en á sl. ári eða um 700 tunnum.
Innan nokkurra daga munu tölur um heildarveiði liggja fyrir, en gera má ráð fyrir að hún hafi farið yfir 7000 tunnur.