Hjálmar Vilhjálmsson – finnst koma til mála að banna flottrollsveiðar á loðnu í nokkur ár í tilraunaskyni

Það vakti athygli við páskalesningu Fiskifrétta frá 4. mars sl. að Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur og helsti sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar í loðnu skuli telja það koma til mála að banna flottrollsveiðar á loðnu í nokkur ár í tilraunaskyni. Þetta kemur fram í viðtali sem Fiskifréttir hafði við hann um einkennilega hegðun loðnunnar á vertíðinni.
Í viðtalinu kemur einnig fram að Hjálmar telur áhrif flottrollsins á loðnuna geta verið tvenns konar. „Annars vegar að meira af loðnu fari forgörðum þegar veitt er með trolli en nót“ og hins vegar „það mikla ónæði fyrir fiskinn sem felst í því að meirihluti loðnuflotans er kominn með flottroll sem dregið er allan sólarhringinn, að þessu sinni miklu sunnar og nær landi en áður.“
Segja má að með ummælum sínum hafi Hjálmar tekið undir með trillukörlum sem margsinnis hafa varað við flottrollsveiðum á loðnu.
Sjá nánar:
http://www.smabatar.is/frettir/18-03-2005/485.shtml
http://www.smabatar.is/frettir/25-10-2004/383.shtml
http://www.smabatar.is/frettir/08-10-2004/371.shtml
http://www.smabatar.is/frettir/01-02-2004/176.shtml