Hvað gekk sjávarútvegsráðuneytinu til að geta ekki um frávik frá ráðgjöf Hafró varðandi grálúðuna?

Fréttin um grálúðuna hér á vefnum í gær virðist hafa komið mönnum mjög á óvart. Almennt var talið að ráðherra hefði farið eftir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, eins og greint var frá í fjölmiðlum og þeir væntanlega byggt á fréttatilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins. Í henni kom fram að aðeins hefði verið vikið frá ráðgjöfinni „í skrápflúru verður 0-5-3 tonn (0-5-1 tonn umfram ráðgjöf), í skarkola 0-0-5 tonn (0-0-1 tonn umfram ráðgjöf), í sandkola 0-0-4 tonn (0-5-1 tonn umfram ráðgjöf), í löngu 5000 tonn (500 tonn umfram ráðgjöf), í þykkvalúru 0-8-1 tonn (200 tonn umfram ráðgjöf), í skötusel 0-5-2 tonn (300 tonn umfram ráðgjöf), í langlúru 0-4-2 tonn (200 tonn umfram ráðgjöf) og í humri 0-8-1 tonn (eða 200 tonn umfram ráðgjöf)“ (tlv. úr fréttatilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins frá 22. júní sl.).
Eðlilegt er að spurt sé: Hvað gekk sjávarútvegsráðuneytinu til að geta ekki um frávik frá ráðgjöf Hafró varðandi grálúðuna? Svar óskast.