Á síðasta degi vetrar efndi Reykjanes http://www.smabatar.is/sida/5.shtml
til fundar í Keflavík. Tilefnið var óánægja félagsmanna með þá aðferð fiskmarkaða við sölu sem tekin var upp fyrir tæpum 2 árum. Þá var horfið frá uppboði og tekið upp niðurboð eins og einn fundarmanna orðaði það. Aðferðin fellst í að byrja á viðmiðun við hæsta verð deginum áður og renna sér niður krónuskalann og stöðva við fyrsta boð. Áður var byrjað á lægsta verði og það talað upp. Félagsmenn Reykjaness eru flestir á því að við þessa breytingu hafi fiskverð lækkað sem sé andstætt hagsmunum seljanda og fiskmarkaðanna. Nú sé kominn tími til að líta um öxl og skoða hvernig snúa má vörn í sókn gegn lágu fiskverði.
Auk þessa voru á fundinum nefnd fleiri atriði sem leitt hefðu til lægra verðs að mati félagsmanna í Reykjanesi. Í því efni var þeim tíðrætt um að leyfilegt væri að einn maður keypti fyrir hönd margra fyrirtækja. Félagsmenn sögðu þetta minnka samkeppni, „fyrir hönd aðilinn“ væri þá viss um að samkeppnisaðilarnir tækju ekki þátt samtímis og því færri sem biðu í fiskinn í hvert skiptið.
Forsvarsmenn Íslandsmarkaðar og Fiskmarkaðs Suðurnesja mættu á fundinn og svöruðu fyrirspurnum, gagnrýni og kynntu starfsemina fyrir félagsmönnum Reykjaness. Hjá þeim kom fram að til greina kæmi að setja reglur sem útilokaði „fyrir hönd aðila“ að vera það fyrir fleiri en tvo eða þrjá.
Á fundinum bar á góma hverjir væru eigendur Íslandsmarkaðs. Forsvarsmenn upplýstu það og vörpuðu þeirri spurningu fram hvort ekki væri tími til kominn fyrir aðalviðskiptavini markaðarins – trillukarla – að kaupa hlut í markaðinum. Að sögn formanns Reykjaness verður það mál skoðað í fullri alvöru. Hann sagðist vita að áhugi væri fyrir því hjá mörgum félagsmönnum að Reykjaness eignaðist hlut í markaðinum.
Fundurinn var vel sóttur og fræðandi og gott innlegg í vangaveltur aðila um slakt verð á öllum sjávarafla í dag.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is