Krókaaflamarksbátum fækkar um 102

Fiskistofa hefur birt veiðiheimildir allra skipa fyrir næsta fiskveiðiár. Slóðin er: http://fiskistofa.is/frettir.php?id=0-3-1
Þar kemur m.a. fram að kvótinn skiptist á 3-1-1 skip. 626 á grundvelli krókaaflamarks, 485 með aflamark og 2 sóknardagabátar.

Þegar úthlutun nú er borin saman við sl. ár vekur það athygli að skip sem fá úthlutun nú fækkar um 170 eða um 13%. Fækkun er í öllum útgerðarflokkum. Mest fækkar í krókaaflamarki, þar fá 613 bátar úthlutað veiðiheimildum á grundvelli aflahlutdeildar, en fyrir ári var úthlutað til 715 báta. Smábátum á aflamarki fækkar um 31, verða 209, 197 skip með aflamarki fá úthlutað en voru 216, þá fá 66 skuttogarar nú úthlutun en voru 72 1. september 2004.