Lækkun kostnaðar – tillaga að breyttum reglum.

Á aðalfundi LS 14. og 15. október sl. var eftirfarandi samþykkt:
„Landssamband smábátaeigenda mótmælir auknum álögum á sjávarútveginn sem ekki eru í samræmi við veitta þjónustu.“
9. nóvember skipaði sjávarútvegsráðherra nefnd til að fara ofan í saumana á kostnaðarliðum tengdum útgerðinni. Í skipunarbréfi segir um hlutverk nefndarinnar: „Nefndin hefur það hlutverk að gera úttekt á starfsumhverfi sjávarútvegsins og skoða hvort hægt sé að minnka álögur, einfalda og samhæfa ýmsa þjónustu og eftirlit sem ríkið innir af hendi í þeim tilgangi sérstaklega að lækka rekstrarkostnað og gera kerfið skilvikara.“
Í dag sendi nefndin frá sér áfangaskýrslu þar sem tilgreindir eru 10 liðir sem lagt er til að hljóti brautargengi. Það er mat LS að komist þessir liðir til framkvæmda mun það þýða lækkun kostnaðar hjá smábátaeigendum á fjórða tug milljóna. Þar er til að nefna að útgáfa veiðileyfa verður ekki bundin við árið heldur ótímabundin, hreinlætisskoðun smábáta verður færð frá skoðunarstofum til Fiskistofu.
Skýrslan:
http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/nr/934