19. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda

Á fimmtudag og föstudag í þessari viku, 16. og 17. október verður haldinn 19. aðalfundur LS. Öll svæðisfélögin 15 hafa haldið sína aðalfundi og kosið fulltrúa á aðalfundinn – alls 36. Fjölmargar tillögur bíða aðalfundarfulltrúa til að vinna úr og gera má ráð fyrir miklu annríki aðalfundarfulltrúa. Það er sammerkt með svæðisfélögunum að álykta um línuvilnun og gólf í sóknardagakerfið. Auk þess eru nokkrar tillögur þar sem óskað er eftir fjölgun veðurathugunarstöðva og veðurdufla, mótmæli við hækkun á aflagjaldi, andstaða við breytt fyrirkomulag skipaskoðunar, um breytingu á veiðitíma grásleppuvertíðar, hrygningarstopp, ofl.
Á þessum vettvangi er rétt að taka fram að aðalfundurinn er öllum smábátaeigendum opinn og þeim heimiluð þátttaka í störfum fundarins með tillögurétt og málfrelsi. Fundargögn geta þeir fengið við setningu fundarins með því að tilkynna um þátttöku fyrir lok þessa dags. ls@smabatar.is

Aðalályktun 2003