Mestu úthlutað til Tálknafjarðar

Fiskistofa hefur lokið úthlutun viðbótaveiðiheimilda í ýsu (500 tonn), steinbít (500 tonn) og ufsa (150 tonn) til krókaaflamarksbáta. Alls var úthlutað til 8 staða á landinu og fékk 41 bátur úthlutun. Mest kom í hlut báta á Tálknafirði – 138 tonn í ýsu, 148 af steinbít og 41 af ufsa eða alls 200 þorskígildi, þar fengu einnig flestir úthlutun eða 11 bátar.
Í hlut átta báta á Flateyri komu 162 þorskígildi, sex bátar á Bolungarvík fengu alls 124 þorskígildi, sjö bátar frá Ólafsvík 70, fimm á Dragsnesi 37, tveir á Stöðvarfirði 5, einn frá Ísafirði 12 og Breiðdalsvík 269 þorskígildiskíló.

Skrá yfir úthlutun hvers báts er hægt að nálgast á heimsíðu Fiskistofu.
www.fiskistofa.is