Grásleppuveiðimenn velta því mikið fyrir sér þessa dagana hvers vegna veiðin í upphafi vertíðar er svo slök. Það er nánast alveg sama hvar er drepið niður, alls staðar sama sagan – léleg veiði.
Einar Sigurðsson á Raufarhöfn sagði enga veiði vera á dýpinu, en þokkalegt í fjörunni. Almennt hafi menn búist við góðri veiði á þessum tíma, en það hefði ekki gengið eftir. Einar sagði margar skýringar hafa komið fram um það hvers vegna sú gráa gæfi sig ekki. Ein væri sú að hún hefði fylgt öðrum fiski burt af svæðinu þegar íshraflið lagðist yfir. Fram að þeim tíma hefði verið góð þorskveiði og mikið æti, en allt horfið með komu íssins.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is