Kröfur Fiskistofu óaðgengilegar

Á aðalfundi LS var mikið rætt um þær kröfur sem Fiskistofa gerir til
húsnæðis þar sem grásleppuhrogn eru söltuð. Af því tilefni var eftirfarandi
samþykkt:

Aðalfundur LS felur stjórn LS að fá reglum um grásleppuhrognaverkunarhús breytt. Fundurinn mótmælir túlkun Fiskistofu á þeim reglum sem gilda um grásleppuhrognaverkunarhús.

Greinargerð
Reglur og kröfur Fiskistofu ganga alltof langt hvað varðar notkun húsnæðis þegar veiðitímabili lýkur. Venjulega stendur vinnsla yfir í 3 mánuði og er algjörlega óásættanlegt að Fiskistofa geti bannað notkun á húsnæðinu hina 9 mánuði ársins.
Reglur og kröfur Fiskistofu ganga alltof langt um breytingar á húsnæði grásleppuverkana. Það er óásættanlegt að ekki fáist að nýta starfsmannaaðstöðu og salernisaðstöðu í nærliggjandi húsnæði. Þessi krafa Fiskistofu er í engu samræmi við hvernig heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafa framfylgt reglum um matvælaöryggi.

Flokkar: