Heimilt var að hefja grásleppuveiðar á svæði D, Horn – Skagatá 25. þessa mánaðar. Að sögn Más Ólafssonar á Hólmavík er lítill áhugi fyrir veiðunum að þessu sinni. Þar ber hæst að ótryggt er um sölu hrognanna og þau verð sem kynnt hafa verið eru ekki vænleg að skila hagnaði miðað við þann kostnað sem veiðarnar hafa í för með sér. Már sagði og það væri nú heldur ekki til að bæta ástandið að íshrafl væri á miðunum sem gæti leitt til veiðarfæratjóns. Þess má geta að á sl. vertíð voru söltuð grásleppuhrogn í 7-0-1 tunnur á Ströndum sem gaf um 75 milljónir í aflaverðmæti. Áfallið yrði því mikið ef ekki úr rætist með sölu á hrognunum.
Hér eru flest allir á línu. Aflinn í dag er frekar dræmur, þar sem hér var óhemju af loðnu sem nú er að drepast. Þeir örfáu þoskar sem bíta á eru því feitir og pattaralegir.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is