Veiðibann ekki um páska

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um friðun á hrygningarþorski og skarkola á vetrarvertíð. Það vekur athygli að veiðibannið fellur ekki inn í páskana eins og verið hefur. Eins og undanfarin ár er um misjafnan tíma að ræða. Vestursvæði að Skor lokar fyrst, laugardaginn eftir páska 1. apríl og varir í 21 dag.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út eftirfarandi fréttatilkynningu um veiðibannið:

„Friðun hrygningarsvæða þorsks og skarkola á vetrarvertíð
Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð um bann við veiðum vegna hrygningar þorsks og skarkola.
Fylgir hér með reglugerð um friðun á hrygningarþorski og skarkola á vetrarvertíð. Til friðunar hrygningarþorsks eru allar veiðar bannaðar í 21 dag á svæði frá Stokksnesi vestur um að Skor. Fyrri hluta tímabilsins eru veiðar bannaðar að megin efni til innan fjögurra sjómílna frá fjörumarki en eftir það eru veiðar bannaðar á mun stærra svæði. Veiðibannið austan 19°V hefst 8. apríl og stendur til kl 28-00-10. apríl en vestan 19°V hefst veiðibannið 1. apríl og stendur til kl 21-00-10. apríl. Þá eru veiðar bannaðar innan 3ja sjómílna frá og með 15. apríl til loka aprílmánaðar á svæði frá Hornbjargsvita austur um að Stokksnesi, innan 3ja sjómílna við Grímsey og í öllu Ísafjarðardjúpi.

Loks hafa allar veiðar með dragnót, botnvörpu og kolanetum verið bannaðar allan aprílmánuð á þremur tilgreindum svæðum í Breiðafirði, á Hafnarleir og Selvogsbanka. Er þetta ákveðið að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar til að hlífa skarkola meðan á hrygningu hans stendur.

Ofangreindar reglur eru óbreyttar frá síðasta ári.

Sjávarútvegsráðuneytið, 12. janúar 5-0-2.“

Sjá nánar:
http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/nr/910