Veiðibann – friðun hrygningarþorsks

Á miðnætti í kvöld skellur á friðun hrygningarþorsks á allri grunnslóðinni, frá Ísafjarðardjúpi norður, austur með Norðurlandi og suður með Austfjörðum að Stokksnesi. Frá þeim tíma verða allar veiðar bannaðar á Ísafjarðardjúpi innan línu sem dregin er á milli Galtarvita og Straumnesvita innan 3ja sjómílna frá fjörumarki meginlandsins á svæðinu frá Hornbjargsvita að Stokksnesi. Þá sleppur Grímsey ekki því innan 3ja sjómílna frá fjörumarki hennar eru veiðar einnig bannaðar.
Ennfremur eru veiðar bannaðar fyrir Suður- og Vesturlandi – Vestursvæði til kl. 21-00-10. apríl og svæðið frá 19°V að Stokksnesi er lokað til kl 28-00-10. apríl.

1.– 4. gr. reglugerðarinnar, um friðun hrygningarþorsks og skarkola á vetrarvertíð sem ofangreint veiðibann er byggt á, fjalla um veiðibannið. Í 5. reglugerðarinnar er hins vegar getið um undanþágur og þar segir eftirfarandi: „Þrátt fyrir ákvæði 1.- 4. gr. eru veiðar á grásleppu, innfjarðarækju, hörpudiski, ígulkerum, beitukóngi, kúfiski og til áframeldis á þorski heimilar þeim sem tilskilin leyfi hafa til þeirra veiða innan svæðisins. Ennfremur veiðar sem leyfðar kunna að verða á grundvelli 13. gr. laga nr. 7-19-79, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.“.

Nánari upplýsingar um lokunina er að finn á heimasíðu Fiskistofu, slóðin er: http://fiskistofa.is/frettir.php?id=1-2-1