Á norðanverðum Vestfjörðum, félagssvæði Eldingar, hefur sprottið upp hópur sem vill stórauka línuívilnun á kostnað byggðakvótans. Fyrir hópnum fer Guðmundur Halldórsson fyrrverandi formaður Eldingar og segir hann málið hafa mikið fylgi á hans svæði. Guðmundur segir línuívilnun hafa nýst Vestfirðingum einkar vel og rétt sé að slá á það ósætti sem ríkir um byggðakvótann með því að útfæra línuívilnun eins og stefnt var að í upphafi. Þar á Guðmundur við að línuívilnun nái til allra dagróðrabáta sem róa með línu, hvort heldur sé beitt í landi, notuð beitningatrekt eða vélbeitt. Einnig að ívilnunin verði aukin, þannig að 80% af afla þessara báta teljist til kvóta og þá sé engin tegund undanskilin.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is