Á fundi stjórnar LS þann 10. júlí var, eins og við var að búast, talsvert rætt um nýafstaðna grásleppuvertíð og horfurnar framundan. Almennt ríkir nokkur bjartsýni fyrir næstu vertíð, en grásleppuveiðimenn vita þó manna best hversu viðkvæmur kavíarmarkaðurinn fyrir grásleppuhrogn er, sérstaklega gagnvart offramboði. Samvinna LS við systursamtök sín í þeim löndum sem einnig veiða grásleppu hefur tvímælalaust skilað árangri og mun vonandi verða svo áfram.
Fundurinn ákvað að beina því til svæðisfélaga LS sem hagsmuni hafa af grásleppuveiðum að taka sem fyrst til umræðu byrjunartíma grásleppuveiða 2004.
Talsverð umræða hefur átt sér stað á meðal veiðimanna vegna þessa, þar sem mörgum finnst sem að ósekju mætti byrja vertíðina talsvert fyrr en undanfarin ár.