Eitt af því sem brann heitast á fundi stjórnar LS 10. þ.m. var hvernig reynt var að þvinga niður verðið á hrognunum með staðlausum söguburði. Stjórnin ályktaði sérstaklega um þetta:
Stjórn LS átelur harðlega þær aðferðir kavíarframleiðenda
á grásleppuvertíðinni 2003 að dreifa ósönnum fullyrðingum
um verðhrun og ofveiði annarra þjóða til að réttlæta verðlækkun
til íslenskra grásleppuuveiðimanna.