SUF vill að stjórnarsáttmálinn verði efndur

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna samþykkti nýlega að skora á ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að standa við gefin loforð varðandi línuívilnun.
Í samþykktinni sem birt er á heimasíðu suf: www.suf.is segir “að um mikilvæga atvinnuhagsmuni sé að ræða, sérstaklega í þeim byggðum landsins sem mest eru háðar sjávarútvegi. SUF telur það skyldu hvers stjórnmálamanns að standa við loforð sín, hvort sem það er í kosningabaráttu eða á flokksþingum.

Þá mótmælir stjórn SUF harðlega hugmyndum Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra um að byggðvakvóti verði felldur niður ef línuívilnun verði komið á. Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er skýrt kveðið á um að koma eigi á línuívilnun og einnig að leitast verði við að auka byggðakvóta. Því er ljóst að
hugmyndir sjávarútvegsráðherra ganga gegn samkomulagi sem samstarf flokkanna byggir á.

Rétt er að benda á bráða nauðsyn þess að styðja við bakið á atvinnulífi í dreifðum
sjávarbyggðum í kringum landið. Sérstaklega er þörf á stuðningi í þeim landshlutum
sem ekki njóta fyrirhugaðra stórframkvæmda á austurlandi og ætla má að línuívilnun
gæti komið að einhverju leyti til mótvægis á þeim svæðum.

SUF hvetur ríkisstjórnina til þess að taka málið strax fyrir við upphaf haustþings
og fá nauðsynlegar lagabreytingar samþykktar svo koma megi á línívilnun hið allra
fyrsta. Því eins og forsætisráðherra hefur áður sagt er ástæðulaust að tefja málið.”