Rafrænar afladagbækur – velheppnaður kynningarfundur í Sandgerði


Í samvinnu við
Reykjanes félag smábátaeigenda á Reykjanesi hélt Fiskistofa kynningarfund með
félagsmönnum um notkun á rafrænni afladagbók 11. júní sl.  Á fundinn mættu Sigurjón Aðalsteinsson og
Ólafur Sindri Helgason frá Upplýsingasviði Fiskistofu.  Erindi Sigurjóns var afar upplýsandi og
svaraði fjölmörgum spurningum um notkun afladagbókarinnar.


Að sögn
Halldórs Ármannssonar formanns Reykjaness var algengur sá skilningur á notkun
rafrænnar afladagbókar að menn yrðu að vera í nettengingu þegar verið væri að
skrá færslur.  Á fundinum kom hins
vegar skýrt fram að svo er ekki, einungis þarf að gera nettengingu virka þegar
sent er rafrænt einu sinni í mánuði. 
Afladagbókin er gagnagrunnur sem safnar upplýsingum jafnóðum og þær eru
skráðar.

 

Samanber
reglugerð nr. 7-20-557 um afladagbækur er skipstjórum skipa sem eru minni en 10
brt. að stærð og fiskiskipa sem eru undir 15 brt sem fengu í fyrsta sinn
haffærisskírteini fyrir 1. maí 2002 heimilt að halda afladagbók á bókarformi.
Frá og með 16. júní sl. var skipstjórum allra annarra fiskiskipa skylt að halda
rafræna afladagbók.

Hér með er
skorað á alla sem ekki hafa enn sinnt þessari lagaskyldu að sækja um rafræna
afladagbók hjá Fiskistofu með því að blikka hér. 

Þegar því er
lokið fer í gang ferli sem klárast innan skamms tíma, en þangað til eru menn
áfram með handskrifuðu bókina löglegir í kerfinu.

 

Á fundinum í Sandgerði kom einnig fram að allar
frekari upplýsingar væri að finna á vef Fiskistofu.  Sjá nánar



Stjórn LS fundaði með sjávarútvegsráðherra”