Sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson (D) hefur svarað fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar (F) um lokanir veiðisvæða. Sigurjón spurði eftirfarandi:
„Hvaða skyndilokanir veiðisvæða auk reglugerðarlokana voru í gildi árin 2004 og 2005?“
Í svari ráðherra kemur m.a. fram að á sl. 3 árum voru skyndilokanir alls 280. Þær skiptust þannig á árin að flestar voru þær 2003 – 113, 73 – 2004 og í fyrra voru skyndilokanir 94.
Fram kemur að „fjöldi skyndilokana hverju sinni ræðst m.a. af styrk árganga sem eru að koma inn í veiðina auk hlutfalls eldri árganga í stofni“. Á sl. 13 árum voru flestar skyndilokanir 1993 – 170 talsins og árið 2000 foru þær 150.
Nánar: http://www.althingi.is/altext/132/s/0756.html