Aðalfundur Eldingar – vill hækka stærðarmörk og aflaþak krókaaflamarksbáta


Aðalfundur Eldingar var haldinn á Ísafirði sl
sunnudag.  Fundurinn var vel sóttur
og umræður góðar og málefnalegar.

 

Meðal tillagna sem aðalfundur Eldingar
samþykkti til umfjöllunar á 26. aðalfundi Landssambands smábátaeigenda 14. og
15. október voru:

 

·        
Hámarksstærð báta í krókaaflamarkskerfi
verði aukin í allt að 15 m að mestu lengd.

·        
Kvótaþak í krókaaflamarkskerfi verði lyft
þannig að stærstu handhafar heimilda í kerfinu 1. september 2010 rúmist innan
markanna.

·        
Framkvæmdastjóra LS verði falið að kanna
kosti þess og galla að stofna lífeyrissjóð smábátasjómanna.

·        
Tafarlaust verði aukið við aflaheimildir
í þorski, að lágmarki 60 þús. tonn.

·        
Að langa, karfi og keila verði
skilgreindar sem meðafli við krókaveiðar.

·        
Skötuselur verði skilgreindur sem meðafli
við grásleppuveiðar.

Frá aðalfundi Eldingar.jpg

Á fundinum tilkynnti Kristján Andri Guðjónsson
að hann gæfi ekki lengur kost á sér sem fulltrúi félagsins í stjórn LS.   Guðmundur Halldórsson, hin aldna
kempa, var kosinn í hans stað.

 

Ný stjórn Eldingar var einnig kosin á
fundinum.  Formaður Eldingar er
 

Sigurður Kjartan Hálfdánsson.jpg

Sigurður Kjartan Hálfdánsson Bolungarvík og með honum í stjórn eru eftirtaldir:

Gunnlaugur Finnbogason            Ísafirði

Þórður Sigurðsson                        Suðureyri

Hjalti Proppé                                  Þingeyri

Karl Kjartansson                            Súðavík

Sigurður Garðarsson                    Flateyri