Aðalfundur Kletts var haldinn á Húsavík sl.
laugardag 2. október.
Fundarstaðurinn var gamla kaupfélagshúsið sem nú inniheldur
veitingastaðinn Sölku. Vel var
mætt á fundinn – fundarmenn frá Ólafsfirði til Tjörness.
Fjölmörg málefni bar á góma á fundinum og
fjöldi ályktana afgreiddur til 26. aðalfundar Landssambands
smábátaeigenda. Meðal þeirra var
hvatning aðalfundar Kletts til LS að standa vörð um hagsmuni smábátaútgerða í
viðskiptum sínum við lánastofnanir með hópmálsókn.
Handfæraívilnun
á ufsa
Aðalfundur Kletts hvetur sjávarútvegsráðherra
til að gefa ufsaveiðar á handfæri frjálsar tímabilið 1. maí til 30. september.
Stærð
krókaaflamarksbáta, kvótaþak
Á aðalfundi Kletts var mikil umræða um
stærðarmörk krókaaflamarksbáta, mælingareglur og hámark á
krókaflahlutdeild. Fundarmenn voru
almennt á því að samræma þyrfti mælingu og gera hana einfaldari. Þá var það skoðun fundarins að
núgildandi stærð krókaaflamarksbáta gæfi ekki tilefni til breytinga. Að loknum umræðum var eftirfarandi
samþykkt:
Aðalfundur Kletts telur enga þörf á breytingum
á stærð krókaaflamarksbáta.
Aðalfundur Kletts skorar á sjávarútvegsráðherra
að kvika hvergi frá þeim takmörkunum sem eru í dag á hámarkseign kvóta einstakra
útgerða.
Lögskráningu
verði frestað um eitt ár – áskorun til samgönguráðherra
Brýnt
að auka fjárveitingu til Slysavarnaskóla sjómanna –
áskorun til samgönguráðherra að hlutast til um að þau slysavarnanámskeið sem
krafist verði við lögskráningu á smábáta verði staðfærð á smábáta og uppsett
þannig að hægt sé að fara með þau út um land.
Ýsuveiðar
frjálsar til áramóta – aðalfundur Kletts skorar á
sjávarútvegsráðherra að gefa ýsuveiðar frjálsar til næstu áramóta.
Hér er aðeins minnst á nokkrar af þeim tillögum
sem aðalfundur Kletts samþykkti.
Stjórn Kletts var öll endurkjörin, en hana
skipa:
Pétur Sigurðsson Árskógssandi
formaður
Sigfús Jóhannesson Grímsey
Jón Kristjánsson Akureyri
Sigurður Kristjánsson Húsavík
Þröstur Jóhannsson Hrísey