Það styttist í fiskveiðiáramótin og því ekki úr vegi að skoða hvað nýtt ár boðar. Alls eru 14 botnfisktegundir kvótasettar og er það sami fjöldi og nú er. Leyfilegur heildarafli í þeim verður 0-9-489 tonn, en á þessu ári var hann 0-7-495 tonn.
Í þorskígildum er hins vegar um aukning á milli ára, fara úr 9-3-344 í 8-6-357, þ.e. 3,85%.
Ígildastuðlar breytast allir. Átta tegundir hækkuðu í verði m.t.t. þorsks, en 5 fóru niður á við. Karfinn hækkaði mest eða um tæp 28%, er nú orðinn 69% af verðgildi þorsks. Ufsinn hækkaði um 13,5% verður 0,42 og skötuselur um 12,5% verður 1,80. Þorskígildi flatfiska hefur hins vegar allt lækkað eða milli 6 og 9%.
Verðmætust af þessum 14 botnfisktegundum er grálúðan sem er tæplega helmingi dýrari en þorskur, hefur stuðulinn 1,98.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is