Aflaverðmæti fyrstu 5 mánuði ársins er tæpum
þriðjungi hærra en á sama tímabili í fyrra. Tímabilið janúar – maí 2010 skilaði 57 milljörðum í aflaverðmæti,
en 43,1 á sama tímabili 2009.
Þorskur er 39% af heildaraflaverðmætinu og
helmingur af verðmæti alls botnfisks.
Athygli vekur að hlutföllin hafa ekkert breyst milli ára.
Þorskur
hækkar um 41%
Verðmætaaukning í þorski nemur 5,3 milljörðum
sem svarar til 31,5% aukningar.
Það er þeim mun athyglisverðara þar sem magnið á bakvið verðmætin er
rúmum sexþúsund tonnum minna en í fyrra. Reiknað til meðalverðs á hvert kíló nemur hækkuni 41%, fer úr 180 krónum
á tímabilinu janúar – maí 2009, í 254 kr /kg á sama tímabili í ár.