Undanfarið hefur því ítrekað verið haldið fram að LS væri andsnúið strandveiðikerfinu og frjálsræði til krókaveiða. Fátt er fjær sanni: öll barátta félagsins sl. aldarfjórðung hefur verið í þá veru. Á sama tíma glímdi félagið hins vegar við stjórnvöld sem voru mjög ákveðin í að kvótasetja alla í botnfiskveiðunum, litla sem stóra. Síðasta vígið í þessu sambandi féll 2004, þegar stjórnvöld afnámu svokallað dagakerfi, þvert á gefin fyrirheit.
Aðgát skal höfð