Algert hrun grásleppuveiða á Nýfundnalandi

Áður hefur komið fram hér á síðunni að rólegt sé yfir grásleppuvertíðinni á Nýfundnalandi.  Nú hafa borist fréttir sem slá öllu við í þeim efnum.

Heildarveiðin á vertíðinni var í gærkveldi aðeins 86 tunnur.  Vertíðin í fyrra þótti léleg með afbrigðum, en þá veiddust 3500 tunnur sem var aðeins 42% af meðalveiði sl 10 ára.  Veiðin nú er aðeins 2,6% af veiðinni 2008 og rúmt 1% af meðalveiði síðasta áratugar.
Veiðimenn klóra sér í kollinum yfir þessum ósköpum.  Eina skýringin sem þeim dettur til hugar er að sjórinn sé of kaldur.  Þess sjást reyndar merki á þorskinum.
Einhver net eru enn í sjó við Nýfundnaland, en þau eru talin fá litlu breytt héðan af.
027.JPG
Eitt er alveg víst:  þessi mynd er ekki tekin á Nýfundnalandi á yfirstandandi vertíð

Alþingi fjallar um frístunda- og handfæraveiðar