Almenn samstaða um kvótaþak í krókaaflamarkskerfinu

Eins og greint hefur verið frá hefur Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða sem takmarkar krókaaflahlutdeild hjá einstaka fyrirtækum og einstaklinglingum.

Flestir félagsmanna sem haft hafa samband við skrifstofuna og tjáð sig um frumvarpið lýsa yfir ánægju sinni með það.

Helst er að þeir gagnrýna hversu hátt kvótaþakið er. T.d. segir Pétur Sigurðsson formaður KlettsPeturSig_6-25-100.jpg í spjalli við smabatar.is að þeir sem hann hafi heyrt í finnist „þetta eru allt of háar prósentur, ef þær væru lækkaðar um helming þá væri þetta raunhæft, með þessum takmörkunum gæti kvótinn endað á höndum 20 – 30 útgerða með 30 – 50 báta. Það sé ekki sú dreifða eignaraðild sem LS hafi barist fyrir“.

Þeir sem eru annarrar skoðunar benda á að mörkin séu of lág. Í samtali við Hermann Ólafsson framkvæmdastjóra StakkavíkurHermannStakkavik_DSCF1-6-00.jpg í Fiskifréttum frá í gær segist hann „ekki andvígur því að kvótaþaki sé komið á svipað og í stóra kerfinu en telur að mörkin hafi verið sett allt of neðarlega.“