Árborg ályktar um niðurstöður Hafró og fiskeríið undanfarið

Stjórn Árborgar, félags smábátaeigenda á Suðurlandi hélt fund í dag, 16. apríl. Eins og við var að búast var efst á baugi nýjustu tilkynningar frá Hafró um minnkandi þorskstofn og mokið af þeirri sömu tegund á sama tíma.
Formaður Árborgar er Þorvaldur Garðarsson, sem jafnframt er varaformaður LS.

Hér er ályktunin í heild sinni:

„Undanfarin misseri hefur þorskafli allt í kringum landið verið með eindemum góður, það er okkur því algerlega óskiljanlegt að Hafrannsóknarstofnun skuli ekki verða vör við þessa miklu þorskgengd.

Nú er svo komið að hróp Hafrannsóknarstofnunar um lélegan þorskstofn og minnkandi kvóta drukkna í endalausum fréttum af mokveiði á þorski allt í kring um landið. Met eru slegin aftur og aftur bæði varðandi afla á dag og afla yfir árið, margir smábátar eru að landa 0-0-1 til 0-5-1 tonnum yfir árið og slíkt hefur aldrei gerst áður í íslandssögunni.

Veiðin er slík nú á vetrarvertíð við suðurströndina að dagsafli smábáta miðast oftast við hvað þeir geta borið en ekki hvernig veiðist. Oft eru bátar með fullfermi þótt aðeins sé hluti línunnar lagður í sjó.

Menn tala sífellt um að það þurfi að byggja upp þorskstofninn og komast upp úr „þessari lægð”. Staðreyndin er hins vegar sú að búið er að byggja upp stofninn og í dag höfum við gríðarstóran þorskstofn á Íslandsmiðum.
Svo virðist sem Hafrannsóknarstofnun hafi misst allt jarðsamband og lifi í lokuðum heimi skrifræðis og vitlausra tölvulíkana varðandi þorskstofninn.

Við skorum á hæstvirtan sjávarútvegsráðherra að bæta nú þegar 20-30 þúsund tonnum við þorskkvóta yfirstandandi fiskveiðiárs og að kvóti næsta fiskveiðiárs verði ekki undir 0-0-280 tonnum.

Jafnframt viljum við benda á að löngustofninn hefur vaxið ótrúlega mikið á síðustu árum án þess að Hafrannsóknarstofnun hafi orðið þess vör. Við teljum eðlilegt að bætt verði við löngukvóta þessa fiskveiðiárs og að löngukvóti næsta fiskveiðiárs verði aukinn verulega.“