Árborg hvetur til línuívilnunar fyrir alla dagróðrabáta


Aðalfundur
Árborgar var haldinn þriðjudaginn 28. september sl.  Að venju lágu fjölmargar tillögur fyrir fundinum  og var umræða um þær afar góð. 

Meðal þess sem fundurinn samþykkti var
eftirfarandi:

 

  • að LS beiti sér af alefli fyrir því að
    beitningarvélabátar sem eru minni en 15 metrar langir og stunda dagróðra með
    línu fái línuívilnun til jafns við þá sem róa með uppstokkaða línu, þ.e. 15%,
    enda taki hver sjóferð minna en 18 klst.

 

  • aðildarumsókn í Evrópusambandið er mótmælt
    harðlega og skorað á aðalfund LS að hafna alfarið inngöngu í sambandið.

 

  • að sett verði sem skilyrði að handhafar
    byggðakvóta hafi fasta búsetu í viðkomandi byggðarlagi.

 

  • að ekki verði hróflað við núverandi
    stærðarmörkum krókaaflamarksbáta.

 

 

Á fundinum var mikil umræða um kvótabundinn
meðafla sem vaxandi vandamál. 
Fundurinn var sammála því að útgefnir kvótar í þorski, ýsu og löngu væru
of litlir og ekki í samræmi við ástand þessara fiskistofna.  Brýnt væri að auka þá nú þegar til að
koma í veg fyrir stöðvun veiða.

 

 

Í stjórn Árborgar eru:

Þorvaldur Garðarsson Þorlákshöfn, formaður

Haukur Jónsson Eyrarbakka, varaformaður

Stefán Hauksson Þorlákshöfn, gjaldkeri

Ragnar Jónsson Selfossi, ritari

Gísli Unnsteinsson Hveragerði, meðstjórnandi