Fyrr í dag var haldinn ársfundur Gildis lífeyrissjóðs. Vegna góðrar afkomu á undanförnum árum
hefur sjóðurinn getað hækkað lífeyrisgreiðslur um 17,7%. Síðasta ár var hins versta ár í sögu
sjóðsins, neikvæð raunávöxtun um 26,6%.
Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar um 10% réttindaskerðingu og
handan við hornið er hætt við að bíði enn meiri skerðing.
Í ársreikningum sjóðsins kemur m.a. fram að tap af
eignarhlutum varð 30,2 milljarðar og niðurfærsla verðbréfa 12,4
milljarðar, samtals 42,5 milljarðar. Hrein eign sjóðsins
lækkaði um 29,3 milljarða og var um sl. áramót 209 milljarðar. Iðgjaldagreiðslur voru 11,4 milljarðar og greiðslur lífeyris að frádregnu framlagi ríkisins 6,1 milljarðar.
Vel var mætt á fundinn og nokkur hiti í fundarmönnum. Að loknu ávarpi formanns stjórnar, Sigðurðar Bessasonar, var farið skilmerkilega yfir rekstur sjóðsins af
framkvæmdastjóra hans Árna Guðmundssyni og Tryggva Tryggvasyni forstöðumanni
eignastýringar, auk þess að farið var yfir tryggingafræðilega stöðu sjóðsins.
Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS ávarpaði ársfundinn og lagði
fram nokkrar spurningar. Hann
sagði m.a.
„Ég kveð mér hér hljóðs bæði sem sjóðfélagi og sem fulltrúi
Landssambands smábátaeigenda sem er eitt aðildarsamtaka sjóðsins samanber grein
3.2. í samþykktum Gildis lífeyrissjóðs.“
Þá greindi Örn frá bréfi er hann ritaði stjórn Gildis
lífeyrissjóð 7. ágúst sl. þar sem hann beindi 5 spurningum til hennar ásamt því
að vekja athygli á áhyggjum félagsmanna LS á yfirvofandi réttindaskerðingu
vegna 15 -17 milljarða eignarhlutsrýrnunar Gildis í félögum skráðum í Kauphöll
Íslands. „Spurningar fjölluðu m.a. um
hagnaðarmarkmið sjóðsins m.t.t. innlausnar í FL-Group, Bakkavör Group, Exista
hf, Alfesca og Teymi, einnig hvert markmiðið væri með 7 – 8% eign í
Bakkavör. Þá var beðið um
skýringar á hvað hafi verið lagt til grundvallar auknum hlut sjóðsins á
fyrrihluta ársins 2008 í FL-Group og Exista.
Svör bárust fljótt frá sjóðnum þar sem fram kom að það væri
stefna sjóðsins að ræða ekki sérstaklega einstakar fjárfestingar. Meginefni svarsins var um góða ávöxtun
sjóðsins á árunum þar á undan.“
Örn sagði að þessi viðbrögð ásamt mikilli hvatningu frá
félagsmönnum hefði gefið sér ærið tilefni til að skoða ársskýrslu Gildis
lífeyrissjóðs vel fyrir ársfundinn. Af því tilefni spruttu nokkrar spurningar sem hér fara
á eftir:
1. Hefur sjóðurinn látið
gera greiningu á lögmæti ákvæðum neyðarlaganna um að skerða réttu kröfuhafa verulega á kostnað innistæðueigenda?
Hyggst sjóðurinn hefja
mál til að ná fram rétti sínum?
2. Fjárfestingar
Keypt innlend hlutabréf 14,3 milljarðar
Í hvaða fyrirtækjum
var keypt, hversu mikið og á hvaða tíma?
Seld innlend hlutabréf 12,7 milljarðar
Í hvaða fyrirtækjum
var selt og á hvaða tíma?
3. Verðbréfaeign
Framtaks- og fasteignasjóðir um 22 milljarðar 10,5%
Vogunarsjóðir 11,9 miljarðar 5,7%
Innlend hlutabréf 4,2 milljarðar 2%
Skuldabréf fyrirtækja 13,4 milljarðar 6,4%
Veðskuldabréf 13,4
milljarðar 6,4%
Skuldabréf sveitarfélaga 8,6
milljarðar 4,1%
Bankabréf 8,4
milljarðar 4%
Um hvaða sjóði og
félög er að ræða og hver er innbyrðis skipting milli þeirra?
Innlán 21,4
milljarður 10,2%
Hvar eru þessi innlán
geymd og hvernig er þeim dreift?
4. Innlend
skuldabréf
„Verðbréf sjóðsins hafa verið færð niður um 12,3 milljarða“
Í hvaða fyrirtækjum og
fjármálastofnunum hefur verið fært niður í og um hve mikla % af heildareign
hvers skuldabréfaflokks fyrir sig?
„Lífeyrissjóðurinn á 12,3 milljarða kröfu á viðskiptabankana“.
Hvaða kröfur eru þetta
og hver er skiptingin milli bankanna
Hversu mikið er áætlað
tap sjóðsins ef ekki fæst skuldajafnað á móti neikvæðri stöðu afleiðusamninga?
5. Innlend
hlutabréf
Eignarhluti sjóðsins í félögum skráðum í Kauphöllinni
lækkaði um 43 milljarða –
Hversu mikið er tap
sjóðsins á þessari fjárfestingu þ.e. mismunur á kaupverði og stöðunni í dag?
6. Yfirlit
yfir stærstu fjárvörsluaðila sjóðsins
Alls 60 milljarðar
Hverjar eru tryggingar
sjóðsins um að þessir fjármunir fáist leystir út?
Hvað tekur langan tíma
að fá fjárhæðirnar innleystar?
Hvernig geta
stjórnendur lífeyrissjóðs komist að þeirri niðurstöðu að réttlætanlegt sé að
íslenskur lífeyrissjóður taki þátt í starfsemi erlendra vogunarsjóða.
7. Gjaldmiðlastýring
Á síðasta ári veiktist krónan um 45%. Þetta hafði þau áhrif að erlendar
eignir sjóðsins hækkuðu í verði í íslenskum krónum.
Um hversu háa fjárhæð
hækkuðu erlendar eignir sjóðsins á árinu 2008 vegna veikingu krónunnar?
Tap á gjaldmiðlaskiptasamningum sjóðsins. „Við fall bankanna brustu forsendur
fyrir þessum samningum.“ Neikvæðir
um 12,9 milljarðar.
Vek athygli á að verði sjóðnum gert að greiða upp samningana gæti
þessi upphæð hækkað um 10 milljarða.
Samningur er samningur
– forsendur brustu – hvað var það í samningnum sem sjóðnum hafði láðst að hafa
ákvæði um sem kippti grundvellinum undan samningnum?
Fram kom í máli framkvæmdastjóra sjóðsins, Árna Guðmundssonar, að spurningum Arnar yrði svarað og komið á framfæri við sjóðfélaga.
Auk þessara spurninga sagði Örn það sína skoðun að honum fyndist óeðlilegt að sjóðurinn ætti ekki aðild að stjórn fyrirtækja þar sem hann væri meðal stærstu hlutahafa. Hann lagði til að ef eignarhlutur sjóðsins færi yfir 3,5% í hlutafélagi skyldi hann gera kröfu um áheyrnarfulltrúa í stjórn félagsins.