Aukning í útflutningi grásleppukavíars, en verulegur samdráttur í söltuðum hrognum

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fyrir fyrstu 7 mánuði ársins hefur orðið aukning í sölu grásleppukavíars. Alls er búið að flytja út 212 tonn en á sama tímabili 2005 voru tonnin 160.
Sömu sögu er ekki hægt að segja um söltuð grásleppuhrogn. Þar er mikill samdráttur á milli ára, rúmlega helmings minnkun, 6-3-2 tunnur nú á móti 2-2-5.

Báðar afurðirnar hafa lækkað í verði milli ára. Í evrum talið er hún 16% í grásleppuhrognunum og 17% í kavíarnum. Við þann útreikning er stuðst við meðalgengi evrunnar á tímabilinu.