Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja þriðjudaginn 4. mars sl. var fjallað um ályktun Farsæls, félagi smábátaeigenda í Vestmannaeyjum, um snurvoðaveiðar.
Í ályktuninni var greint frá áhyggjum trillukarla í Vestmannaeyjum af snurvoðaveiðum í fjörunni við suðurströndina og þess krafist að veiðarnar yrðu a.m.k. færðar út fyrir 6 sjómílur.
Í bókun bæjarráðs kemur fram að ráðið „tekur undir áhyggjur Farsæls, félag smábátaeigenda um að snurvoðaveiðar á þessu svæði séu vafasamar og hættulegar lífríkinu á Vestmannaeyjasvæðinu.“