Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á ráðherra að bæta við þorsk og ýsu

Á
fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í gær 12. nóvember var eftirfarandi tillaga
frá Kristjáni Andra Guðjónssyni samþykkt einróma: 

„Bæjarstjórn
Ísafjarðarbæjar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að auka nú þegar
aflamark í þorski um 40 þúsund 
tonn og ýsu um 10 þúsund tonn, enda séu fyrir því vistfræðileg rök.   Það er álit sjómanna allt í kringum landið að auknar veiðar í þessum mæli skaði ekki umræddar tegundir.“

 

Tillaga
þessi er kærkomin og sérstaklega ánægjulegt að bæjarstjórnir séu farnar að álykta
í þessa veru og einhugur ríki um málefnið.